Í Fiskifréttum í dag er grein eftir Örn Pálsson. Þar fjallar hann um ákvörðun sjávarútvegsráðherra að verða við ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar um heildarafla í þorski og næsta fiskveiðiári. Með ákvörðuninni verða aflaheimildir í um 16 þúsund tonnum lægri en þær eru. Útflutningsverðmæti þessa afla væri allt að 10 milljörðum.
Það er mat Arnar að Hafrannsóknastofnun færi ekki nægilega sterk rök til að hægt sé að réttlæta ákvörðun að þessari stærðargráðu. Auk þess hefði ráðherra átt að taka tillit til þeirra erfiðleika sem þjóðin glímir við.
„Það verður að segjast að með ólíkindum er að í skýrslunni sé ekki reynt að geta sér til um hvers vegna slíkt eigi sér stað. Á sama tíma og góðæri ríkir í sjónum og allt virðist í lagi skuli milljónir fiska vera horfnir.
„Gríðarlegar sviptingar hafa orðið í mati Hafró á stærð hrygningarstofnsins. Spá 2019 gerði ráð fyrir að hann yrði 29% stærri en mæling nú gefur til kynna.
Sjá greinina í heild: