Fyrstu umræðu um frumvarp til laga um breytingar á núverandi
lögum um stjórn fiskveiða er lokið.
Frumvarpið er nú til umfjöllunar í sjávarútvegsnefnd og hafa fulltrúar
LS verið boðaðir til fundar hjá nefndinni nk. mánudag 6. júní. Á fundinum mun LS veita umsögn um frumvarpið
og freista þess að ná fram breytingum á því.
Helstu atriði frumvarpsins:
- Aflaheimildir til strandveiða verði auknar úr 6.000
tonnum í 9.000 tonn
- 2012 verði eigendum báta minni en 3 brt. leyft að velja
milli tveggja strandveiðikerfa.
Núverandi kerfis eða veiðikerfi sem gildir eingöngu fyrir báta minni en
3 brt. Hluti 3.000 tonna aukningar fer í
minna kerfið.
- 2012 verður leyfi til strandveiða skilyrt við að eigandi
viðkomandi báts rói sjálfur.
- Öll skip sem hafa aflahlutdeild skerðist jafnt vegna
aflaheimilda sem fara til strandveiða, línuívilnun og eflingu byggða
(„pottana).
- Á næsta fiskveiðiári verði ráðherra heimilt að auka veiðiheimildir
til stuðnings byggðarlögum um 8.000 tonn – þorskur 6.000 tonn, ýsa 1.200 og
ufsi 600.
- Sveitarfélög geti sjálf sett sér reglur- innan sérstaks
ramma – og sjái sjálf um úthlutun
- 30% hámark verði sett á tegundatilfærslu, þ.e. hversu miklu
má breyta af úthlutuðu aflamarki til veiða á öðrum tegundum.
- Viðmið vegna útreiknings á veiðigjaldi verði hækkað um
70%. Ráðherra veitt heimilt til að meta
afkomu einstakra útgerðarflokka við álagningu gjaldsins.
- Á yfirstandandi fiskveiðiári og því næsta verði ráðherra
heimilt til að leigja út tiltekið magn af skötusel og síld.
- 1.000 tonnum af keilu og 2.000 tonn af löngu verði ætlað
í meðafla. Mörkin verða 10% af
heildarafla annarra tegunda.
Skýringar v. minna frumvarp 18.5.2011.pdf
Hlustun á 1. umræðu frumvarpsins.