Nætursaltaður þorskur ala Steingrímur J

Almanak Landssambands smábátaeigenda er komið út og hefur verið sent til félags- og velgjörðarmanna.  Útgáfan hefur verið óslitin frá 2003 og almanakið nú því það 11. í röðinni. 
Að vanda prýða dagatalið uppskriftir frá trillukörlum og gesti.  Gesturinn nú er Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.  Ráðherrann er með uppskrift janúarmánaðar „Nætursaltaður þorskur ala Steingrímur J.
Gefum Steingrími orðið:
„Fyrst er þorskurinn dreginn úr Lónafirði innst í Þistilfirðinum á handfæri á lítilli skekktu.
Því næst er hann flakaður en með roði og lagður í ílát eða lítinn kassa og stráð mátulega af meðalgrófu salti í.