Svæðisfélög LS – Klettur, Elding og Strandveiðifélagið Krókur hafa í samvinnu við Slysavarnaskóla sjómanna ákveðið námkeið fyrir félagsmenn í öryggisfræðslu smábáta.
Auk námskeiða á Reyðarfirði 16. febrúar sem getið var um í gær hafa eftirtalin námskeið verið ákveðin:
Dalvík:
15. mars kl 08:00 og 13:00 og 16. mars ef þörf krefur. Nú þegar er fullbókað á námskeiðið sem hefst kl 08:00.
Ísafjörður:
12. apríl kl 08:00 og 13:00 og 13. apríl ef þörf krefur.
Patreksfjörður:
19. apríl kl 08:00 og 13:00 og 20. apríl ef þörf krefur.
Reykjavík:
25. febrúar (fullbókað), 4. apríl og 25. apríl.
Skráning stendur yfir; annað hvort að hringja í s. 562 4884 eða senda tölvupóst.