Níu ára bið á enda

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fenginni tillögu frá Hafrannsóknastofnuninni að heimila rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi.
Níu ár eru síðan rækjustofninn hrundi í Djúpinu en nú hefur hann aftur náð sér á strik og er að mati Hafró kominn í nýtingarhæfa stærð.