Hafró er hvergi af baki dottið með togararöllin sín og haustrallið 2012 fór fram 15. september – 8. nóvember s.l.
Stöðvanetið í haustrallinu er mjög frábrugðið því sem notað er í vorrallinu, en á því síðarnefnda byggir Hafrannsóknastofnunin ráðgjöf sína.
Þorskurinn mælist með hæstu vísitölu sem fengist hefur frá upphafi haustrallsins. Meira er af stórum þorski sem er í fullu samræmi við reynslu veiðimanna. Meðalþyngd er og yfir meðaltali frá upphafi í flestum árgöngum.
Hvað ýsuna varðar segir m.a. að „Lækkun vísitölunnar er ekki eins mikil og í stofnmælingu að vori…’. Ætli mörgum línuveiðimönnum á grunnslóðinni komi þetta á óvart.
Á myndinni hér að ofan sést stöðvanet haustrallsins. Eins og sést eru togstöðvarnar afskaplega fáar á þeim svæðum þar sem ýsuveiðin er orðin svo mikil að atvinnuleysi blasir við fiskvinnslufólki og bátar bundnir við bryggju af sömu orsökum. Þrátt fyrir að í skýrslunni segi „Í heildina bendir niðurstaða haustmælingarinnar til heldur meira af stærri ýsu en stofnmatið í vor, er ekki orð um það að stofnunin hyggist endurskoða ráðgjöfina fyrir 2012/2013.
Skýrsluna í heild má lesa hér:
http://www.hafro.is/images/frettir/2012/frettatilk_haustrall.pdf