Faxaflóahafnir gerðu nýlega könnun meðal notenda hafnarinnar í Reykjavík og á Akranesi.
Þetta framtak er jákvætt og gott væri ef fleiri hafnir færu að fordæmi Faxaflóahafna og gerðu slíka könnun meðal sinna notenda.
Ljóst er að í allt of mörgum sveitarfélögum þarf að grípa til aðgerða ef viðhalda á smábátaútgerð. Aðstöðuleysi og aðþrenging annarrar starfsemi á við í sumum höfnum og úr því er hægt að bæta sé vilji til.
LS fagnar niðurstöðu á stjórnarfundi Faxaflóahafna föstudaginn 8. mars, þar sem hafnarstjóra var falið að ræða við fulltrúa smábátaeigenda um aðgerðir til að efla smábátaútgerð frá Reykjavík og Akranesi.
Mynd af vef Faxaflóahafna