Ný samtök í sjávarútvegi

Í dag voru stofnuð ný samtök í sjávarútvegi með samruna LÍÚ (Landssambands íslenskra útvegsmanna) og SF (Samtaka fiskvinnslustöðva).
Hin nýju samtök var gefið nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).  Formaður SFS var kosinn Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Fiskimiða á Eskifirði.
Landssamband smábátaeigenda býður hin nýju samtök velkomin í hóp félaga sem vinna að eflingu sjávarútvegsins á Íslandi og óskar þeim velfarnaðar um ókomna tíð.