Nýtingastefna í þorski – 100 þúsund tonna mismunur

Sjávarútvegsráðstefnan 2016 var haldin í Hörpu dagana 24. og 25. nóvember sl.  Ráðstefnan var vel sótt eins og endranær um 800 skráðir þátttakendur.  Erindi sem flutt voru á ráðstefnunni hefur nú verið sett á netið og má nálgast það hér.
Í málstofu sem bar yfirskriftina „Fiskifræði sjómannsins og Hafró flutti Örn Pálsson framkvæmdastjóri erindi sem hann nefndi „Ákvörðun um heildarafla – ráðgjöf, stimplun / – sjónarmið sjómanna markaður og tækifæri.  Hann velti m.a. fyrir sér komandi árum varðandi heildarafla í þorski.  Spá Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir að veiðistofn minnki milli ára.  Samkvæmt því yrði heildarafli um 3 þúsund tonnum lægri á næsta fiskveiðiári en nú er. 
 

IMG_5859.jpg

„En getum við einhverntíma vænst þess að aflareglan gefi okkur veiði upp á 300 þús. tonn.  Í fyrirsögn á heimasíðu LS þann 1. júlí sl. sagði: 
 
„300 þúsund tonn í ljósárafjarlægð

Samkvæmt aflareglunni þyrfti veiðistofninn að hækka um rúm 600 þús. tonn svo niðurstaðan fiskveiðiárið 2018/2019 yrðu 300 þúsund tonn.  
Veiðistofninn verði 1,8 milljón tonn, ég endurtek einmilljónogáttahundruðþúsund tonn.
  
Örn sagði aflaregluna ekki hafa uppfyllt nýtingastefnu stjórnvalda um að árlega væri veitt 20% af veiðistofni þorsks 4 ára og eldri.  Veiði undanfarinna ára hefði verið undir þeim mörkum. Mismunurinn næmi 100 þúsund tonnum sem upp á vantaði.  Ábyrgð ráðherra á ákvörðun um heildarafla væri gríðarleg, ekki síst í ljósi þess að áætluð útflutningsverðmæti mismunarins lægi á bilinu 50 – 60 milljarðar, upphæð sem munar um.    
Grafið hér að neðan sýnir þorskveiði sl. 9 fiskveiðiár sem hlutfall af veiðistofni.
Screen Shot 2016-11-29 at 10.20.22.jpg