Mikið var um dýrðir á bryggjunni í Grindavík nú í morgun þar sem fagnað var komu Óla á Stað GK 99 til heimahafnar. Báturinn er sá stærsti í krókaaflamarkskerfinu, 14,8 m að lengd og 29,68 brt. Eigandi er Stakkavík.
Í tilefni dagsins var gestum og gangandi boðið að skoða bátinn og þiggja veitingar þ.s. m.a. voru grillaðir heilir lambskrokkar á bryggjunni.
LS óskar eigendum til hamingju með þennan merka áfanga í sögu Stakkavíkur.