Ónýttar heimildir ekki færðar til strandveiða

Eins og fram hefur komið sendi LS erindi til sjávarútvegsráðherra.pdf þar sem óskað var eftir að almennur byggðakvóti skipa sem fyrirsjáanlegt væri að ekki yrði heimilt að flytja yfir á næsta ár yrði nýttur til strandveiða.  Máli sínu til stuðnings benti LS m.a. á eftirfarandi ákvæði í 7. grein reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa (undirstrikun er LS):

„Fiskistofu er heimilt samkvæmt beiðni útgerðaraðila að úthluta aflamarki fyrir fiskveiðiárið í fimm áföngum, 1/5 hverju sinni enda séu skilyrði um landað magn til vinnslu samkvæmt ákvæðum þessarar greinar uppfyllt í sama hlutfalli á sama tíma. Hafi skilyrði fyrir úthlutun aflamarks til einstakra fiskiskipa á grundvelli reglugerðar þessarar ekki verið uppfyllt að fullu í lok þess tímabils sem fram kemur í 1. mgr. þessarar greinar, fellur niður réttur til aflamarks í hlutfalli við það sem upp á vantar að skilyrði séu uppfyllt. Takist ekki að úthluta öllu aflamarki viðkomandi skips fyrir lok fiskveiðiársins er Fiskistofu heimilt að úthluta áunnu aflamarki fiskveiðiársins 2020/2021 á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2021, enda hafi viðkomandi skip ekki flutt meira aflamark frá skipinu en til þess í lok fiskveiðiársins á undan.

Ráðuneytið hefur svarað erindi LS þar sem ekki er fallist á beiðni félagsins.  Hér er mynd af meginefni bréfsins.

Screenshot 2021-08-18 at 16.32.07.png

 

LS mun á næstu dögum fara nánar í saumana á svari ráðuneytisins.