Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um grásleppuveiðileyfi. Í umsóknarferlinu er greitt fyrir leyfið og því hægt að fá það útgefið samstundis eða velja aðra upphafs dagsetningu.
Samkvæmt reglugerð verða veiðidagar 25 talsins. Endanleg ákvörðun um fjölda daga er að vænta eftir að tillögur Hafrannsóknastofnunar liggja fyrir þann 1. apríl.
Á tímabilinu frá 1. mars til 20. mars telur hver löndun sem einn veiðidagur, eftir það teljast dagar með sama hætti og verið hefur.
Fiskistofa útskýrir dagatalningu á eftirfarandi hátt:
„Á tímabilinu 1. – 20. mars landar bátur í átta skipti þá telst það sem 8 dagar og gildir þá veiðileyfið í 17 daga frá og með 20. mars til og með 6. apríl.