Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um strandveiðar í Ugga.
Fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem fjalla um strandveiðar eru enn til meðferðar á Alþingi. Á dagskrá þingfundar í dag er gert ráð fyrir að 2. umræðu um frumvarpið ljúki og málinu þá vísað til atvinnuveganefndar.
Af þessum sökum hefur reglugerð um strandveiðar 2018 ekki verið gefin út.
Fiskistofa hefur ákveðið að um leyfi sem afgreidd verða á þeim tíma þar til reglugerð birtist skuli lúta reglum sem þar verður kveðið á um.