Að loknum þremur mánuðum strandveiða 2016 liggur fyrir hvaða bátar hafa aflað mest á hverju svæði.
Alls veiddu strandveiðibátar 2.385 tonn í júlí, sem er nokkru lægra en mánuðirnn hefur gefið undanfarin ár. Heildarafli strandveiðibáta er kominn í 7.563 tonn, þannig að 1.437 tonn á eftir að veiða. Sjá nánar
Á strandveiðum eru nú 657 bátar og er það fjölgun frá síðasta ári. Með því hefur árlegri fækkun báta frá árinu 2012 verið snúið við með fjögun frá í fyrra um 29 báta.
Veiðarnar gengu vel í júlí sem sýnir sig best á að mánaðarafli var sá hæsti frá upphafi strandveiða að meðaltali 647 kg.
Myndin sýnir þróunina frá árinu 2013, aflinn í maí var þá 469 kg að meðaltali í róðri
í ár var hann 601 kg.