Birtar hafa verið niðurstöður úr haustralli Hafrannsóknastofnunar. Ánægjulegt er að sjá að árgangar 2014 og 2015 eru enn mældir stórir og því trúlega hægt að gera ráð fyrir að afli úr þeim verði góður á næstu árum. Hins vegar benda fyrstu mælingar á 2016 árganginum til þess að hann muni ekki stækka veiðistofn á komandi árum, hann undir meðalstærð.
Stærsta fréttin og mesta áhyggjuefnið í mælingum stofnunarinnar varðandi þorskinn er hversu lítið æti mælist í maga hans. Nær það til allra lengdarflokka. Engin dæmi eru um jafn lítið magn í maga hans frá því mælingar hófust árið 1996. Síðastliðin 5 ár hefur magn loðnu í þorskmögum verið mun minna en á tímabilinu 1996 – 2010.