Þorskverð veldur áhyggjum

Á fundi stjórnar LS, sem hér hefur verið vitnað til, var þung umræða um ástæður þess hversu þorskverð hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum.   Vegna alvarleika málsins var ákveðið að óska eftir að ráðherra kæmi að málinu með skipan nefndar.
Ályktun stjórnar LS
Stjórn LS lýsir áhyggjum yfir mikilli lækkun sem orðið hefur á þorskverði og mörgum öðrum fisktegundum.  Ljóst er að engin ein ástæða er völd af þessum hremmingum. Sterk króna, afleiðingar verkfalls, þröng staða fyrir aukaafurðir og lokun Rússlandsmarkaðar eru þar helst nefndar sem orsakavaldar.

Stjórn LS hvetur sjávarútvegsráðherra til að skipa nefnd sem verði falið að kortleggja þá stöðu sem upp er komin og greina þær ógnir sem steðja að sölu sjávarafurða. 
Samþykkt á fundi stjórnar LS
28. júlí 2017 
Strandveiðar þorskur glæsileg.jpg