Alls hafa 17 sveitarfélög sent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu bréf og óskað eftir að sérstök skilyrði verði sett um úthlutun byggðakvóta. Óskir sveitarfélaganna eru afar mismunandi, margar lúta að löndunarskyldu, enn aðrar að löndun á sl. ári, osfrv.
Svo dæmi sé tekið er bréf sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps.
„Fallið verði frá skilyrði um tvöföldun löndunarskyldu þess aflamarks sem fiskiskip fá úthlutað
„Og skal öllum byggðakvóta landað til vinnslu í þorskígildum talið.
„Ekki er heimilt að leigja frá sér úthlutaðan Byggðakvóta heldur skal hann allur veiddur og honum landað til vinnslu á Drangsnesi. Þó skulu heimil jöfn skipti á aflamarki í þorskígildum talið.