Ótal rök mæla með því að auka heildarafla í þorski

 

 Eftirfarandi grein eftir Örn Pálsson birtist í Fiskifréttum 21. júlí sl.:

„Ótal
rök mæla með því að auka heildarafla í þorski

Nýtingarstefnu
þarf að breyta

Rúmur mánuður er liðinn frá því samráðsvettvangur
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýtingu helstu nytjafiska skilaði
skýrslu til ráðherra. Undirritaður átti sæti í samrinn hafði﷽stofnsins.  Það
ligguru ndurskoða n að mrði fyrirkomulagi vi ma
dddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddddd
áðsvettvanginum og
hóf störf þar fullur bjartsýni um að brátt lægi fyrir niðurstaða sem fælist í því
að rétt væri að auka heildarafla í þorski. 

Ótal rök mæltu með því. Sjómenn sammála um að nægur
þorskur væri á miðunum, skýrslur Hafrannsóknastofnunarinnar sýndu að árangri
við uppbyggingu veiði- og hrygningarstofns hefði verið náð löngu fyrir þann
tíma sem spáð hafði verið. Þar fyrir utan kallaði þjóðin eftir aukinni atvinnu,
auknum tekjum samfara meiri möguleikum á að koma sér upp úr þeim
efnahagsþrengingum sem hún er í.

 

Eingöngu
miðað við togararall

Niðurstaða samráðsvettvangsins varð hins vegar sú að
nýtingarstefna stjórnvalda heimilaði ekki hærra veiðihlutfall úr veiðistofni en
20%.  Mælingar Hafrannsóknastofnunarinnar
á stærð veiðistofnsins lá fyrir og þar við situr. Ekki er gert ráð fyrir neinum
sveigjanleika í aflareglunni. Í vinnunni kom í ljós og finnst mér það með
ólíkindum að Hafró hafi komist upp með það á undanförnum árum að taka eingöngu
mið af mælingum úr togararallinu við ákvörðun um stærð veiðistofnsins. Það lá
því fyrir eftir að samráðsvettvangurinn hafði farið í gegnum þessi mál að
nýtingarstefna stjórnvalda heimilar ekkert frávik frá 20% aflareglu og alveg
sama hversu líkurnar eru litlar á að hrygningarstofninn fari niður fyrir 220
þúsund tonn 2015 þá skuli ekki vera hróflað við einu né neinu.

 

Lokað
á breytingar til fimm ára
 

Í starfi mínum innan samráðsvettvangsins sannfærðist ég
alltaf meir og meir um það að ekki hefði farið fram nein gagnrýnin umræða hjá
stjórnvöldum eða innan ríkisstjórnarinnar áður en nýtingarstefnan var samþykkt.
Hafrannsóknastofnunin hefði einfaldlega komið með plaggið og það samþykkt. Með
henni var verið að loka fyrir möguleika á öllum breytingum til fimm ára. Kvittað
undir að í einu og öllu skyldi farið eftir því sem afar umdeilt togararall gæfi
af sér. Ég tel að ákvörðunin hafi verið gríðarleg mistök og kalli þess vegna á
að ríkisstjórnin geri nú þegar breytingar á nýtingarstefnunni.

 

Hrygningarstofn
í hámarki

Eins og minnst var á í upphafi greinarinnar hefur
Hafrannsóknastofnunin sýnt okkur tölur um að stærð veiði- og hrygningarstofns
hafi nú þegar verið náð sem spáð var að kæmi fram 2013 og jafnvel síðar. 

Hrygningarstofn er nú í sögulegu hámarki síðustu áratugi og
ekkert bendir til þess að hann fari minnkandi á næstu árum. Hann hefur stækkað
um 77% á undanförnum 4 árum. Hafró mælir hann nú 362 þúsund tonn og leita þarf
aftur til ársins 1964 til að finna jafnoka hans.  

Sömu sögu er að segja af stærð veiðistofnsins. Hann
mælist nú 969 þúsund tonn en viðlíka stærð veiðistofns hefur ekki mælst síðustu
22 árin eða frá 1989. Ágætt er að minna hér á að það ár voru veidd 356 þúsund
tonn af þorski en ráðleggingar Hafró voru að veidd skyldu 300 þúsund tonn það
árið.

Verði heildarafli á næsta fiskveiðiári 250 þúsund tonn en
ekki 177 þúsund munu bæði veiði- og hrygningarstofnar stækka.

 

Tekið
undir gagnrýni

Engan alþingismann hef ég heyrt andmæla því að taka eigi
með í ráðgjöf um heildarafla þá gríðarlegu þekkingu sem býr í reynslu sjómanna.
Í dag liggur það fyrir að svo er ekki gert.

Í skýrslu samráðsvettvangsins er komið inn á alla þessa
þætti. Þar er tekið undir gagnrýni á nýtingarstefnu og aflareglu og lagt til
„að breytt verði fyrirkomulagi við mótun og endurskoðun nýtingarstefnu. Einnig
að „byggja á víðtækum þekkingar- og reynslugrunni þeirra sem að málinu koma,
þ.m.t. þekkingu sjómanna. Fyrsta verkefnið yrði að endurskoða nýtingarstefnu
fyrir þorsk.

 

Höfundur
er framkvæmdastjóri

Landssambands
smábátaeigenda