Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar

Skipað hefur verið í ráðgjafarnefnd Hafrannsóknstofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.  Nefndinni er ætlað að vera forstjóra til ráðuneytis um langtímastefnumótun starfseminnar og jafnframt vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni. 
Fulltrúi LS í nefndinni er Örn Pálsson.
Formaður nefndarinnar er Ágúst Einarsson.
Hafrannsóknastofnun – Rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna varð til við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar og tekur við öllum skyldum og hlutverkum þeirra.  
Forstjóri er Sigurður Guðjónsson.
HafogVatn-Logo-Small.jpg
Um stofnunina segir á heimasíðu:
Stofnunin verður í fremstu röð í haf- og ferskvatnsrannsóknum á norðurslóðum þar sem:

  • nýtingaráðgjöf nytjastofna með visterfisnálgun verður höfð að leiðarljósi

    • vöktun vistkerfa í hafi og ferskvatni verður til fyrirmyndar og rannsóknir og                     þróun í fiskeldi í sátt við náttúru
Ráðgjafarnefndin er þannig skipuð:
Ágúst Einarsson formaður, skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Sesselja Bjarnadóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Erla Björk Örnólfsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Heiðdís Smáradóttir, tilnefnd af Landssambandi fiskeldisstöðva
Örn Pálsson, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda
Ragnheiður Thorsteinsson, tilnefnd af Landssambandi stangaveiðifélaga
Sveinbjörn Eyjólfsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga
Kristján Þórarinsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
Árni Bjarnason, tilnefndur sameiginlega af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og  
        Sjómannasambandi Íslands