Nýlokið er fjölmennum fundi smábátaeigenda á Sauðárkróki.
Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:
Sameiginlegur fundur smábátaeigenda í Skalla og Drangeyhaldinn á Sauðárkróki 16. mars 2016 mótmælir harðlegagerræðislegri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að seinkaupphafstíma grásleppuvertíðar.
Í rökstuðningi með ákvörðuninni er þung ásökun um aðgrásleppusjómenn umgangist auðlindina ekki af ábyrgð.Fundurinn vísar því til föðurhúsanna.
Harmað er það virðingarleysi sem atvinnugreininni er sýndmeð tilkynningu með fimm daga fyrirvara um breyttanupphafstíma.
Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra aðvirða rétt grásleppusjómanna og draga ákvörðun sínatafarlaust til baka.