Ráðherra hefur skilning á sjónarmiðum LS

Forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda funduðu með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sl. fimmtudag 10. mars.  Þar var sérstaklega kynnt fyrir ráðherranum samþykkt stjórnar LS um að ráðherra mundi leita allra leiða til að bæta 30 þús. tonnum við þorskkvótann. 
Á fundinum benti LS á ábyrgð ráðherra að fullnýta aflaregluna.  Það lægi fyrir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar að veiðihlutfall í þorski 4 ár í röð hefði verið undir 20%, sem er það sem aflaregla segir til um að veiða eigi.  
Screen Shot 2016-03-12 at 15.41.14.png
Ætla má að úflutningsverðmæti 30 þús. tonna af þorski séu um 15 milljarðar.  Hér er því um gríðarlega hagsmuni að ræða fyrir land og þjóð.
„Bestu vísindin í ráðgjöf Hafró 
Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við sjávarútvegsráðherra um samþykkt stjórnar LS.  Þar segir hann m.a. „að hann hafi ákveðinn skilning á sjónarmiðum smábátasjómanna, þess efnis að auka hefði mátt þorskkvótann meira þegar ákveðið var að auka hann á annað borð. 
Screen Shot 2016-03-12 at 15.52.31.png
Vegna þessa er rétt að taka fram að auk gagna úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar styðst LS við sjónarmið tuga smábátaeigenda sem eru á miðunum allan ársins hring og hafa þannig öðlast áratuga reynslu af vexti og viðgangi þorsksins.   LS telur því að ráðherrann sé ekki að taka neina áhættu með því að auka við veiðiheimildir í þorski.   Viljastyrkur er allt sem þarf.