Alþjóðleg ráðstefna um öryggismál sjófarenda verður haldin á Grand hótel 20. apríl nk. Það eru Slysavarnarskóli sjómanna, Alþjóðasamtök sjóbjörgunarskóla og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið sem gangast fyrir ráðstefnunni.
Ráðstefnan er öllum opin og stendur frá 10:00 – 16:00. Ráðlagt er að skrá sig tímanlega til þátttöku því sætafjöldi er takmarkaður.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er Axel Helgason formaður LS.