Gildi-lífeyrissjóður efndi til kynningar- og fræðslufundar fyrir sjóðfélaga fyrr í dag. Á fundinum fjölluðu Harpa Ólafsdóttir stjórnarformaður sjóðsins og Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri hans um starfsemi og stöðu Gildis og Vigfús Guðmundsson tryggingafræðingur flutti erindi um tryggingafræðilega athugun – hvað er verið að reikna.
Í máli Árna kom m.a. fram að raunávöxtun fyrstu 10 mánuði ársins væri 5,2% og hrein eign sjóðfélaga í lok október væri 288 milljarðar.
Einkar ánægjulegt er að sjá hvað ávöxtunin hefur batnað á milli ára, en hún var aðeins 0,8% á sama tímabili á sl. ári.