Birtar hafa verið í Stjórnartíðindum tvær reglugerðir sem varða grásleppuveiðar. Annars vegar reglugerð um hrognkelsaveiðar 2021 og hins vegar reglugerð um breytingu á reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða.
Eins og fram hefur komið verður heimilt að hefja veiðar 23. mars kl 08:00 árdegis.
Reikna má með að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla á vertíðinni verði birt 31. mars.