Gefin hefur verið út reglugerð um hrognkelsaveiðar 2019.
LS sendi ráðuneytinu fjölmargar tillögur að breytingum á reglugerðinni 2018, en nánast öllum þeirra var hafnað. Breytingarnar hefðu allar stuðlað að hagstæðara rekstrarumhverfi, auðveldari túlkun og minni hættu á meðafla. LS eru það mikil vonbrigði að ekki var orðið við erindinu og hefur nú þegar óskað eftir skýringum og rökstuðningi við þeirri ákvörðun.
Reglugerðin nú er samhljóða þeirri sem gilti í fyrra að undanskildum tveimur atriðum.
a. Veiðitímabil allra veiðisvæða nema á innanverðum Breiðafirði hefur verið lengt og
samræmt, þ.e. frá og með 20. mars til og með 30. júní. Tímabilið fer úr 85 dögum í 103. Á
innanverðum Breiðafirði verður tímabilið óbreytt frá og með 20. maí til og með 12. ágúst.
b. Veiðidagar í upphafi vertíðar eru nú 25 en voru 20 í fyrra.
Einnig ber að geta þess að fellt hefur verið úr gildi ákvæði í 2. gr. um að „Leyfishöfum sem eru með eldri gerð afladagbókar beri að skipta yfir í og nota nýja. Þá er þrengt á ákvæði 12. gr. að í stað skötusels kemur botnfisktegundum.
Sérstök athygli er vakin á breytingu sem gerð var á reglugerð um nýtingu á afla og aukaafurðum um að heimilt verður sleppa rauðmaga við grásleppuveiðar.