Reglugerð um strandveiðar 2023

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum reglugerð um strandveiðar 2023.  Reglugerðin er nánast óbreytt frá síðasta ári.
Veiðar hefjast þriðjudaginn 2. maí.
Aflamagn verður ekki minna en 10 þúsund tonn af þorski.
Veiðar eru heimilaðar fjóra daga í viku, mánudag – fimmtudags.  Óheimilt að róa á uppstigningardag (18. maí), annan í hvítasunnu (29. maí) og frídag verslunarmanna (7. ágúst).
Opnað verður fyrir umsóknir um strandveiðileyfi á vef Fiskistofu á morgun 27. apríl.
230426 logo_LS á vef.jpg