Reglugerð um strandveiðar

Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2018/2019 hefur verið gefin út.  Helstu breytingar frá síðasta ári eru eftirtaldar:
Heimilt að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir samtals af óslægðum botnfiski.
Heimilt er að óska eftir að strandveiðileyfi verði fellt úr gildi.  Ósk um það þarf að berast 
        Fiskistofu í síðasta lagi 20. dag mánaðarins á undan niðurfellingu leyfisins.  Eftir    
        niðurfellingu strandveiðileyfis er viðkomanda heimilt að stunda veiðar í atvinnuskyni 
        samkvæmt öðrum leyfum.
Nota má aðrar aðferðir en handvirkt með talstöð (t.d. VSS-app) til að tilkynna brottför úr 
        höfn til vaktstöðvar siglinga.