Rekstraryfirlit útgerðarinnar – flutningskostnaður hækkar um 150% og tryggingar um 57%


Hagstofan hefur birt hag fiskveiða og fiskvinnslu fyrir
árið 2009.  Við skoðun á rekstraryfirliti
fiskveiða kemur margt forvitnilegt í ljós. 
Meðal þess er að heildartekjur af þeim voru 118 milljarðar sem er 14,7%
hækkun milli ára.


Olíukostnaður útgerðarinnar lækkar um 5,5% milli ára og
er kominn niður í 10,2% af aflaverðmæti. 
Lægstur er hann hjá smábátum 4,5% af aflaverðmæti en hæstur hjá
loðnuskipum 15,6%.


Tveir kostnaðarliðir skera sig úr hvað varðar hækkun milli ára.  Annars vegar er það flutningskostnaður sem á árinu 2009 nam tæpum 2,2 milljörðum sem er hækkun um 149% frá árinu 2008.  Hins vegar tryggingar en árið 2009 greiddi útgerðin 1,5 milljarð í tryggingar sem er 57% hærra en þær greiddu 2008.


Tölur unnar upp úr talnaefni Hagstofu Íslands – Rekstraryfirliti
fiskveiða 2008 og 2009.  Sjá nánar með
því að blikka
hér.