Þriggja mánaða ótíð

Frá því 22. nóvember hefur vart verið hægt að róa vegna óveðurs.  Veðrið hefur verið verst á Vestfjörðum og N-landi, en teygt anga sína nánast um allt land.  Að sögn félagsmanns sem rætt var við er þetta einn lengsti brælukafli sem komið hefur og ekki sér enn fyrir endan á.
Þá bætti það heldur ekki úr fyrir norðan land að loðnan fór óvenju snemma yfir þetta árið, sem olli því að lítið hefur fengist á línuna frá 20. janúar.  Það er því þröng staða hjá mörgum þegar svo langur tími líður sem innkoma er nánast engin.
Þegar þorskafli krókabáta er borinn saman milli ára sést vel hvernig veðrið hefur leikið menn. Þorskafli nú 11% minni nú en á sama tíma í fyrra.   Á tímabilinu 22. nóvember til 15. febrúar veiddu krókabátar nú 9.675 tonn, en í fyrra nam aflinn 10.835 tonnum.  Minnkun í tonnum talið þrátt fyrir aukinn kvóta 1.200 tonn.