Þrír bátar búnir með 12 veiðidaga

Að loknum 12 veiðidögum sem heimilt er að stunda strandveiðar í hverjum mánuði hafa þrír bátar náð að nýta alla dagana.  Græðir BA og Kolga BA á svæði A og Natalía NS á svæði C sem er jafnframt aflahæstur þeirra 383 báta sem byrjaðir eru veiðar. 
Tíu aflahæstir á strandveiðum að loknum 12 veiðidögum:
2147 Natalia NS 90 SC 12 róðrar 9.570
2151 Græðir BA 29 SA 12 róðrar 8.787
5823 Sól BA 14 SA 11 róðrar 8.692
7472 Kolga BA 70 SA 12 róðrar 8.596
7757 Jónas SH 159 SA 10 róðrar 7.937
2635 Birta SU 36 SC 8 róðrar 7.861
7531 Grímur AK 1 SA 9 róðrar 7.729
6013 Gugga ÍS 63 SA 8 róðrar 7.623
7352 Steðji VE 24 SD 10 róðrar 7.297
6513 Gummi Páll ÍS 81 SA 9 róðrar 7.219
Afli á strandveiðum stendur nú í 1.319 tonnum sem er fimmtungs minnkun frá í fyrra.  Meðaltal afla á hvern bát er hins vegar aðeins 207 kg minna en í fyrra, munar 6%.
Gera má ráð fyrir að fleiri sláist í hóp þeirra þriggja sem náð hafa 12 veiðidögum í mánuðinum þar sem enn eru 4 dagar í næstu strandveiðiviku.
  Staða strandveiða 2018 og 2017 eftir 12 veiðidaga  
   
                     
Svæði: A B C D Samtals
  2018 2017 2018 2017 2018 2017 2018 2017 2018 2017
Útgefin leyfi 178 199 75 110 70 85 110 100 433 494
Með löndun 170 193 66 100 50 70 97 88 383 451
Landanir 1014 1258 287 536 268 417 405 450 1974 2661
Afli [Tonn] 721 Tonn 798 Tonn 154 Tonn 314 Tonn 173 Tonn 254 Tonn 271 Tonn 280 Tonn 1.319 Tonn 1.646 Tonn
Afli pr. bát 4.239 Kg 4.137 Kg 2.335 Kg 3.141 Kg 3.466 Kg 3.623 Kg 2.790 Kg 3.183 Kg 3.443 Kg 3.650 Kg
Afli pr. róður 711 Kg 635 Kg 537 Kg 586 Kg 647 Kg 608 Kg 668 Kg 623 Kg 668 Kg 619 Kg
          Viðmið 10.200 Tonn 12,9% veitt
            2018 tölur unnar úr gögnum frá Fiskistofu 25. maí 10:40