Alls hafa veiðst 1.072 af þorski á fyrstu fjórum dögum strandveiða eða að meðaltali 268 tonn á dag. Bátunum fjölgar með degi hverjum, en 535 bátar hafa nú hafið veiðar.
Báðar þessar tölur eru mun hærri en árið 2021 sem er næst því sem nú er. Bátarnir voru þá 287 og þorskafli þeirra 674 tonn.
Fiskmarkaðir – óslægður þorskur á fyrstu 4 dögum strandveiða | ||||||
Handfæri | 2023 | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 |
Verð | 434 Kr/kg | 380 Kr/kg | 249 Kr/kg | 229 Kr/kg | 245 Kr/kg | 194 Kr/kg |
Magn | 984 Tonn | 459 Tonn | 653 Tonn | 438 Tonn | 593 Tonn | 522 Tonn |