Á fundi í Sæljóni á Akranesi 7. mars 2014 voru miklar umræður um makrílveiðar, sem lauk með samþykkt ályktunar. Þar krefst félagið þess að LS komi því á framfæri við sjávarútvegsráðherra að makrílveiðar með handfærum verði frjálsar við Ísland 2014. Heildarveiði smábáta með handfærum verði a.m.k. 12% af heildarafla makríls á Íslandsmiðum.
Í röksemdum sem fylgja ályktuninni segir m.a.:
• Færaveiðar eru umhverfisvænar, bæði m.t.t. annarra nytjastofna og mengunar.
• Færaveiddur makríll er almennt mun betra hráefni en makríll veiddur í troll, enda er fiskurinn meðhöndlaður sem einstaklingur allt frá veiðum til endanlegrar vinnslu.
• Mun hærra verð hefur fengist fyrir færaveiddan makríl en annan makríl, enda hafi menn ástundað metnaðarfulla aflameðferð allt frá veiðum til loka vinnslu.
• Færaveiddur makríll er veiddur á grunnslóð, þar sem stofninn veldur mestum usla í afkomu hrogna og ungviðis annarra nytjastofna.
• Með aukinni áherslu á færaveiðar á makríl er skotið öflugum stoðum undir innviði samfélaga í dreifðum byggðum landsins (byggðastefna), flutningaþjónustu, sem og þjónustu minni fyrirtækja við smærri útgerðir.
Ályktun í heild:



