Samráðsfundur LS og Fiskistofu

Í nokkurn tíma hafa Fiskistofa og LS rætt um að efna til samráðsfunda sín á milli.  Af þessu samstarfi varð í dag.  Markmiðið er að miðla upplýsingum milli aðila um stjórn fiskveiða og ræða þau atriði sem upp hafa komið og betur mega fara.
FundurMeð FélSmábátaeig25jan2017_Mynd2.jpg
Meðal þeirra málefna sem rædd voru á fundinum í dag voru:
Grásleppuveiðar – upphaf og lok veiða, mælingar á lengd neta og mikilvægi þess að skrá   
        allan meðafla þar með talið sjávarspendýr og fugla.
Strandveiðar – aðferðir til að koma í veg fyrir að afli fari umfram dagsskammtinn,       
        sambandsleysi við AIS, viðurlög við brotum.
Afstemmingu aflatalna af vigtarskýrslum og aflaskráningarkerfi Fiskistofu GAFLI.
Að upplýsingar sem sendar eru í pósti færist yfir í rafrænar sendingar.
Upptalningin hér að framan er ekki tæmandi.
Í lok fundar lýstu báðir aðilar yfir ánægju þennan fyrst samráðsfund og var ákveðið að framhald verði á.
Screen Shot 2017-01-25 at 21.37.53.png
logo_LSx á vef.jpg