33. aðalfundi Landssambands smábátaeigenda lauk sl. föstudag 20. október. Fundurinn tókst á við fjölmargar tillögur sem vísað hafði verið til hans frá svæðisfélögum LS eða alls 170.
Umræður jafnt í nefndum sem og á fundinum sjálfum voru mjög málefnalegar, þrátt fyrir tillögur sem vitað var um að yrði ágreiningur um.
Fundurinn samþykkti alls 58 ályktanir og má sjá þær með því að blikka hér.
Halldór Ármannsson fv. formaður LS var fundarstjóri