Sektað fyrir umframafla

Alls 240 strandveiðibátar hafa fengið sent bréf frá Fiskistofu vegna umframafla í maí.  Þeim er gert að greiða alls 5,3 milljónir fyrir það sem fór fram yfir leyfilegt hjámark, 650 þorskígildi eða 774 kg af óslægðum þorski.
Þótt hér sé um ólögmætan sjávarafla að ræða er það túlkun Fiskistofu að hann eigi að dragast frá þeim 10.200 tonnum sem úthlutað hefur verið til strandveiða í sumar.
Í viðræðum um breytingar á strandveiðikerfinu fór LS fram á að aðferðafræði við umframafla á strandveiðum yrði breytt.  Í stað sektar yrði hámarksafli sjóferðar lækkaður sem næmi umframafla viðkomandi.  Því miður var ekki fallist á þá ósk, sem hefði sparað innheimtu og ekki haft áhrif á heildarafla.