Sektarákvæði taki mið af lengd skipa

Í samráðsgátt stjórnvalda var til umsagnar drög að frumvarpi – 210226 frv. Fyrir Samráðsgátt.pdf -um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar (viðurlög, tengdir aðilar o.fl.).  Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 8. mars sl.  
Frumvarpsdrögin voru mikil að vöxtum og margs að gæta þegar rýnt er í textann.   Athugasemdir LS tóku til fjögurra kafla af sex, breytingar á lögum um: 
umgengni um auðlindir sjávar,
stjórn fiskveiða, 
veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands
Fiskistofu
Á umgengnislögunum eru lagðar til ýmsar breytingar.  Meðal þeirra eru dagsektir kr. 30.000 vegna vanrækslu við upplýsingaskil.  LS leggur til sú upphæð miðist við skip 15 metra og stærri en fyrir báta að 15 metrum verði sektin 10.000.   Sambærileg breyting verði gerð á hámarki dagsekta, geti hæst orðið 1,5 milljónir á skip 15 m og stærri, en 500 þúsund hjá bátum styttri en 15 metrar.
Skylt að hirða og landa öllum afla ….
Þó ekki sérstaklega fjallað um þennan þátt laganna í frumvarpinu, þótti LS rétt að vekja athygli á vandræðum sem nú blasa við í grásleppunni.  Að í lögunum verði svigrúm til að bregðast við óvæntum aðstæðum.  
„Í hönd fer grásleppuvertíð.  Árið 2013 er fyrsta árið sem markaðurinn tók við frosinni hrognalausri grásleppu (búk).  Frá þeim tíma hefur öll grásleppa skilað sér í land.  Fyrir þann tíma var grásleppan skorin um borð í bátunum, hrogn losuð úr henni og búkurinn skilinn eftir á miðunum.  
Í ár ber svo við að Kínverjar sem keypt hafa frosna grásleppu munu ekkert kaupa.  Allt sem afgreitt var til þeirra í fyrra er þar í frystigeymslum og bíður þess að Covid-19 verði komið á það stig að dreifing verið heimiluð.  Svigrúm þarf að vera fyrir hendi í lögunum sem kemur til móts við stöðu sem þessa, þar sem umtalsverður kostnaður leggst á við löndun og það sem við tekur.  Markaður er fyrir hrognin en ekki búkinn.  Útflutningsverðmæti árið 2020 nam hálfum milljarði og magnið var 2.600 tonn.  
II. kafli frumvarpsins fjallar um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.
Þar segir m.a. í athugasemdum LS:  
LS lítur svo á að frumvarpið boði ákveðna stefnubreytingu, sem felst í auknu svigrúmi til að milda refsingu við brot.  Í stað atvinnumissis – svipting veiðileyfis – komi leiðbeinandi viðvörun eða stjórnvaldssekt eftir því sem við á.  Jafnframt að áminning gildir ekki útfyrir gröf og dauða.  Fimm ára skilorð þykir LS vera of langur tími og leggur til að sá rammi verði lækkaður í þrjú ár.
Stjórnvaldssektir að lágmarki 25.000 og að hámarki 50 milljónir.  Upphæð sekta er háð mati Fiskistofu á eðli brota.  Grundvallarsjónarmið við slíkt mat verður þó alltaf að taka mið af 12. gr. stjórnsýslulaga 37/1993.

Meðalhófsreglan.  
Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti.  Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.
Dreifð eignaraðild

Í febrúar sl. var til kynningar frumvarp um það efni.  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á því sem þar var lagt til.  LS lítur svo á að frumvarpið muni gera leikreglur skýrari og upplýsingar um eignaraðild fyrirtækja ljósari, jafnframt er skerpt á ákvæðum um framkvæmd og inngrip Fiskistofu.  LS styður þau áform.
VI. kafli frumvarpsins er um breytingar á lögum um Fiskistofu
Þar er m.a. vikið fjarstýrðum loftförum og lagt til að eftirlitsmönnum Fiskistofu verði veitt heimild til að nýta þau við eftirlitsstörf. 
 
Spyrja má hvort greinin sé ekki óþörf þar sem stofnunin hefur þegar hafið eftirlit með slíkum hætti og sent frá sér bréf sem innihalda ásakanir um meint brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar!  LS gagnrýnir harðlega slík vinnubrögð sem samkvæmt greininni á sér enga lagastoð., segir í athugasemdum LS um málefnið.
Umsögn LS:   
210311 logo_LS á vef.jpg