Séreignasparnaður 2% í stað 4%

Vakin er athygli á að frá og með næstu áramótum tekur gildi  tímabundin breyting á lögum er varða viðbótarlífeyrissparnað.  Heimild launþega til að draga frá tekjuskattstofni, framlag sitt til séreignasparnaðar, lækkar úr 4% í 2%.  Engin breyting verður á mótframlagi launagreiðanda, það helst óbreytt 2%.  
Breytt fyrirkomulag gildir næstu þrjú árin, en 1. janúar 2015 fellur ákvæðið úr gildi og ákvæði laganna færist til fyrra horfs.