Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka síldarkvóta til netaveiða á Breiðafirði í 700 tonn.
Eins og komið hefur fram voru flestir þeirra smábáta sem höfðu hafið síldveiðar í Breiðafirð að stöðvast vegna þess að heimildir voru uppurnar. Þau 200 tonn sem nú hefur verið bætt við mun vonandi nægja til að koma veiðunum aftur af stað.
Að sögn sildarsjómanns sem LS ræddi við í dag bjuggust flestir við að ráðherra mundi úthluta öðrum 500 tonna skammti sem hefði verið eðlilegt miðað við 900 tonna heimild í fyrra. Hann benti á að þau 200 tonn sem ráðherra hefur nú bætt við mun varla endast nema í eina 8 tonna úthlutun.