Símtal um ufsann.


Í Fiskifréttum sem út kom 22. september birtist grein eftir Örn Pálsson.  


Símtal um ufsann
Síminn hringir – „Örn! hvers vegna fæ ég engan ufsa á leigu?  Við í krókaaflamarkinu höfum ekki náð að veiða hann svo árum skiptir, þannig að hellingur hefur verið ónýttur.  
Úr Fiskifréttum copy 2.png

Minna selt til vinnslu erlendis

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru flutt 3.327 tonn af heilum ufsa til vinnslu erlendis á fyrstu sjö mánuðum ársins.   Magnið er aðeins helmingur þess sem sama tímabil skilaði á árinu 2021.  Verðmætið í ár losaði milljarð, rúmum fimmtungs samdráttur milli ára.  Verðhækkun fyrir hvert kíló nam 58%, fór úr 201 kr  í 318 kr.

Til vinnslu erlendis,  janúar – júlí

 Heill ufsi

2022

2021

Breyting

Magn

3.327 Tonn

6.714 Tonn

-50%

Verðmæti

1,06 milljarðar

1,35 milljarðar

-21%

Verð

318 Kr/Kg

201 Kr/Kg

58%



Sprenging í sölu á unnum ufsa

Útflutningur á unnum ufsa, óroðflett og roðflett flök í bitum og roðflett flök, hefur tekið mikinn kipp milli ára.  Í magni talið hefur aukningin verið um 70% og verð fyrir hvert kíló hefur hækkað um 28%.  Útflutningsverðmæti þessara afurða er að nálgast 1,8 milljarð sem er meira en allt síðasta ár skilaði.
Afli aðeins þriðjungi meiri en tegundatilfærslur
Víkjum þá aftur að símtalinu.  Við skoðun á veiðiheimildum og nýtingu þeirra hjá krókaaflamarksbátum kom í ljós að rúm 19 þúsund tonn höfðu brunnið inni frá fiskveiðiárinu 2017/2018 til og með því sem lauk 31. ágúst síðastliðin.  Það vekur strax umhugsun þegar rýnt er í fleiri tölur að heildarafli tímabilsins er aðeins rúmur fjórðungur af því sem nýttist ekki.  Þá vekur það ekki síður athygli að það sem notað var í tegundatilfærslu var tveir þriðju af því sem krókaaflamarksbátar veiddu.  Enda var það svarið sem minn maður fékk, ég ætla að nota ufsann í tegundatilfærslu.  Ekkert veiðigjald og engin tilkostnaður!  En er málið svo einfalt?  

Krókaaflamark – ufsi – síðastliðin 5 fiskveiðiár

Óslægt tonn

Heimild

Afli

Tilfærsla

Ónotað

2017/2018

5.537

633

-270

4.039

2018/2019

6.536

1.056

-514

4.269

2019/2020

6.619

1.005

-843

3.567

2020/2021

7.089

862

-950

4.055

2021/2022

6.988

1.685

-917

3.262

Samtals

32.769

5.240

-3.494

19.192

Ufsinn er flökkustofn sem kemur og fer.  Stundum finnst hann ekki og aflatölur vel innan ráðgjafar, en sjaldnar fer saman góð veiði og gott afurðaverð eins og nú er.  
Þeir sem ekki hafa heimildir í ufsa benda á að aflaheimildir eru fyrst og fremst úthlutað til veiða.  Benda auk þess á útflutningstölur, hversu ufsinn er verðmætur og því sé óverjandi að hann brenni inn ár eftir ár.
Nú er það svo að veiðar krókaaflamarksbáta eru takmarkaðar við notkun tveggja veiðarfæra línu og handfæri.  Krókaaflahlutdeild í ufsa er komin til vegna handfæraveiða, en afkastamestu bátarnir og þeir sem hafa mestar heimildirnar eru gerðir út á línu og því litið um ufsaveiðar af þeirra hálfu. 
Ég álít að rýmka þurfi reglur um tegundatilfærslu hjá þeim sem nýta aflamark sitt með veiðum, en ekki eins og nú er að miða eingöngu við úthlutað aflamark.  Það er vandmeðfarið að stemma af það sem mönnum er ætlað að veiða.  Auk þess ætti að skoða reglu um 50% veiðiskyldu þar sem ufsinn er jafnan notaður til að brúa bilið.  Í þriðja lagi bendi ég á að skilyrði til strandveiðileyfis er að viðkomandi hafi ekki látið frá sér meira en hann fékk úthlutað, það leiðir einnig til minna framboðs til leigu.
Sannarlega snúin staða sem þarfnast úrlausnar.  
Örn Pálsson framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda