Sjávarútvegsráðherra – engin leiðrétting í ár

Í Morgunblaðinu í dag og í fréttum RÚV lýsir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra því yfir að hann ætli ekki á yfirstandandi strandveiðitímabili að leiðrétta aflaviðmiðun á svæði D, þ.e.a.s bæta þeim 200 tonnum sem hann skerti svæðið um sl. vor.  Landssamband smábátaeigenda lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun ráðherra, þar sem forsendur sem hann gaf sér gengu ekki eftir.  Af þeim sökum væri ráðherra maður að meiri með að leiðrétta gjörninginn og auka veiðiheimildir á svæði D um 200 tonn. 
Ástæður fyrir ákvörðuninni að flytja veiðiheimildir milli svæða segir ráðherra vera að á D svæðinu hafi þær ekki allar verið nýttar.  100 tonn skilin eftir 2014 og 200 tonn í fyrra.  Með tilflutningnum fetar ráðherra nýjar brautir þar sem frá upphafi strandveiða höfðu ónýttar heimildir á svæðum sem fyrirsjáanlegt væri að ekki mundu ná aflaviðmiðun verið kláraðar með því að bæta við dögum í ágúst á svæði þar sem vel fiskaðist.  Engin ágreiningur var um þessa tilhögun.
Þegar strandveiðar 2016 hófust í maí sl. var strax ljóst þegar mánuðurinn var gerður upp að forsendur sem ráðherra hafði gefið sér stóðust ekki.  Aflabrögð og sókn á svæði D voru ekkert lík því sem verið hafði á árunum 2014 og 2015.  Hver báturinn á fætur öðrum náði hámarksaflanum 774 kg af þorski (skammturinn).  Alls voru 115 bátar á veiðum á svæðinu sem fóru samtals í 860 róðra á þeim 12 dögum sem veiðar voru heimilaðar.  
Taflan sýnir samanburð á strandveiðum á svæði D í maí í ár og í fyrra:

 

 2016

 
2015

 

Veiðidagar

12

14

Fjöldi báta

115

86

Fjöldi sjóferða

860

412

Afli [tonn]

531 tonn

202 tonn

Afli pr. bát

4,62 tonn

2,35 tonn

Afli pr. róður

617 kg

490 kg

Afli pr. dag

44,2 tonn

14,4 tonn

Aflaviðmiðun

520 tonn

600 tonn

Þegar tekið er mið af þessu var fjarri lagi að ætla að óbreyttur viðmiðunarafli mundi duga, hvað þá þegar hann hafði verið skertur um rúm 13% – 200 tonn.
Að lokum skal það ítrekað að engar breytingar þarf að gera á strandveiðikerfinu svo allir megi una sáttir við sitt.  774 kg að hámarki á dag,  4 dagar í viku (mánudagur – fimmtudagur), róðrartími að hámarki 14 klst.  Þetta eru allt takmarkanir sem bætast við þær sem smábátaeigendur ráða ekki við – veður og fiskgengd á grunnslóð.     
Krafa LS er að aflaviðmiðun til strandveiða verði auknar um 2.000 tonn.
 

Frétt úr Morgunblaðinu í dag: 
Screen Shot 2016-07-13 at 12.19.14.png
Screen Shot 2016-07-13 at 12.20.01.png