Sjávarútvegsráðherra – segir breytingarnar hafa reynst vel

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræðir stöðu sjávarútvegsins í „áramótaviðtali við Morgunblaðið (200 mílur) þann 1. september.   Aðspurður um breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulagi strandveiða segir hann „breytingarnar hafa reynst vel, þrátt fyrir óánægjuraddir í vor.
Kristján Þór:

Kristján Þór copy.jpg

„Veiðarnar virðast hafa gengið ágætlega og flestum þeim markmiðum, sem fólk setti sér við gerð þessara breytinga, virðist hafa verið náð, segir hann og bætir við að sér sýnist sem aflamagnið á svæðunum fjórum hafi dugað til að flestir bátar hafi náð sínum tólf dögum. „Það ættu flestir að geta unað við þessa stöðu.
Í viðtalinu kemur fram að reynslan í ár verði nýtt við gerð nýrrar löggjafar um framhald strandveiða. 
Ný heildarlög um veiðigjöld
Sjávarútvegsráðherra boðar frumvarp um heildarlög um veiðigjöld.  
„Við smíðina á því frumvarpi hyggst ég meðal annars taka mið af þeim athugasemdum sem fram komu við frumvarp atvinnuveganefndar, og þeim sjónarmiðum sem þar komu fram. Vissulega voru það ákveðin vonbrigði að ná ekki samkomulagi um breytingar á veiðigjöldunum í vor, þar sem vísbendingar eru um það að kerfið í núverandi mynd endurspegli ekki nægilega vel afkomu greinarinnar, segir Kristján