Skápurinn kominn í reglugerð

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð sem bannar veiðar með botnvörpu í „skápnum.  Um er að ræða veiðisvæði milli 6 og 12 sjómílna útaf Glettinganesi.  Árlega verða botnvörpuveiðar bannaðar í syðsta hluta Skápsins frá júlí og fram í desember.
Í frétt á heimasíðu Matvælaráðuneytisins segir m.a.:
„Matvælaráðuneytið aflaði gagna frá Fiskistofu vegna ákvörðunarinnar sem sýna að með lokuninni má búast við að afli línu og handfærabáta aukist umtalsvert en að lokunin hafi lítil sem engin neikvæð áhrif á aflabrögð þeirra togbáta sem stunda veiðar á svæðinu. Þá hafði ráðuneytið fengið erindi frá heimastjórn Borgarfjarðar eystra þar sem þess var farið á leit að mörkuð yrði stefna um lokun á veiðum með fiskibotnvörpu á svæðinu.
Málefnið hefur átt sér langan aðdraganda þar sem heimamenn á Borgarfirði, Félag smábátaeigenda á Austurlandi og LS hafa dregið vagninn.  
Hér má sjál umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda frá júní 2021. 
Jafnframt umsögn LS til Matvælaráðuneytisins frá 22. janúar sl.  
Logo copy.png