Skora á stjórnvöld að lækka veiðigjöld

Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur fundaði hinn 6. febrúar s.l.   
Frá fundinum var send eftirfarandi tilkynning:
Megin mál fundarins var sú staðreynd að á sama tíma og fiskverð hafa fallið hefur veiðigjald hækkað um ríflega 100%.  Verði ekkert að gert er einsýnt að fjöldi smábátaútgerða mun hverfa úr rekstri.

Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur mómælir þessari ranglátu gjaldtöku harðlega og 
skorar á stjórnvöld að lækka veiðigjöld á smábátaútgerð tafarlaust.
Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur
Þorvaldur Gunnlaugsson formaður
Félag smábátaeigenda í Reykjavík.jpg