Danska ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að leiðindaveður, það sem af er ári, á veiðislóð smábáta hefði leitt til mikillar verðhækkunar á grásleppuhrognum. Meðalverð nú væri 650 DKR pr. kíló (12.400 IKR) en hefði verði 389 DKR (7.400) á vertíðinni í fyrra.
Mikill skortur væri á hrognum og á fiskmarkaðinum í Hanstholm er aðeins búið að selja 1,8 tonn af hrognum, en var á sama tímabili í fyrra 11 tonn.
Markaður fyrir fersk grásleppuhrogn hefur farið vaxandi í Danmörku á undanförnum árum og verið afar góð búbót fyrir danska smábátaeigendur.