Skyldulesning fyrir strandveiðimenn á A svæðinu!

Strandveiðimenn á A svæðinu eru sérstaklega hvattir til að kynna sér reglugerðina sem sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út varðandi viðbótardag þann sem bátum á því svæði er heimilt að stunda veiðar á nú í ágúst. Um er að ræða þá báta sem héldu ekki til veiða þriðjudaginn 10. júlí s.l.

Listinn yfir þessa báta er hér:
http://www.fiskistofa.is/media/tilkynningar/26072012batalisti_svaedi_A.pdf

Á skrifstofu LS barst erindi í síðustu viku frá manni sem hafði snúið við, þegar seinni tilkynning ráðuneytisins barst hinn umtalaða dag. Hann lét úr höfn en var kominn inn aftur eftir 2-3 klst.  Í sporum þeirra sem svo kann að vera ástatt um, er nauðsynlegt að senda Fiskistofu skriflegt erindi þar um.

Hér fyrir neðan er reglugerðin í heild sinni:

Nr. 648

19. júlí 2012

REGLUGERÐ

um (2.) breytingu á reglugerð nr. 206/2012 um strandveiðar fiskveiðiárið 2011/2012.

1. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:

Ákvæði til bráðabirgða.

Þeim bátum á svæði A sem stunduðu strandveiðar í júlímánuði 2012 en héldu ekki til veiða
þriðjudaginn 10. júlí 2012 er heimilt, eftir að strandveiðar í ágústmánuði hafa verið stöðvaðar á
svæðinu með auglýsingu, að stunda strandveiðar í einn viðbótardag í beinu framhaldi af gildistöku
stöðvunarinnar. Fiskistofa skal annast framkvæmd þessa ákvæðis.

2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari

breytingum til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 19. júlí 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Kristján Freyr Helgason.

__________
B-deild – Útgáfud.: 20. júlí 2012