Slysavarnaskóli sjómanna – endurmenntun

Félag smábátaeigenda á Austurlandi hefur í samvinnu við Slysavarnaskóla sjómanna ákveðið að efna til námskeiða fyrir félagsmenn í öryggisfræðslu sjómanna.  Námskeiðin verða haldin á Reyðarfirði dagana 16. og 17. febrúar.   Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 20 manns.  Byrjað verður að skrá á námskeiðin sem haldin verða fyrir og eftir hádegi 16. febrúar.  Verði fullt á bæði námskeiðin, verður bætt við námskeiði eða námskeiðum þann 17. febrúar.
Smábátaeigendur í Félagi smábátaeigenda á Austurlandi eru hvattir til að fjölmenna á námskeiðin  Skráning stendur yfir; annaðhvort hringja í s. 562 4884 eða senda tölvupóst.  Gjald fyrir hvern þáttakanda er kr. 17 þús.
Athugið að námskeið í öryggisfræðslu sjómanna er skylt að taka á 5 ára fresti, sé það ekki gert fæst viðkomandi ekki lögskráður.
Saebjorg.jpg