Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur var haldinn í höfuðstöðvum félagsins í Suðurbugtinni í gær 12. september. Fundurinn einkenndist af snörpum umræðum sem framkölluðu hreinar línur félagsins til hinna ýmsu málaflokka smábátaeigenda.
Upplýst var á fundinum að LS ætti fulltrúa í óformlegum starfshópi á vegum sjávarútvegsráðuneytisins sem ætlað væri að endurskoða strandveiðikerfið. Fréttir af fyrsta fundi hópsins féllu í grýttan jarðveg á fundinum, þar sem upplýst var að ekki væri gert ráð fyrir aflaaukningu til strandveiða.
Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur var öll endurkjörin, en hana skipa eftirtaldir:
Þorvaldur Gunnlaugsson formaður
Jón Fr. Magnússon gjaldkeri
Páll Kristjánsson ritari
Arthur Örn Bogason meðstjórnandi
Guðmundur Jónsson meðstjórnandi
Fulltrúi félagsins í grásleppunefnd LS var kosinn Tómas Hauksson
Ályktanir til 32. aðalfundar LS