Smábátar komnir með 755 tonn af makríl

Samkvæmt stöðumynd Fiskistofu fyrr í dag var búið að skrá alls 755 tonn af færaveiddum markríl.  Á bakvið aflann voru 67 bátar og því ljóst að ekki eru allir farnir af stað, þar sem gera má ráð fyrir að heildarfjöldi verði talsvert á annað hundraðið.
Helsta veiðisvæðið í fyrra var á Steingrímsfirði og bíða menn á Hólmavík og Drangsnesi nú eftir að hann gefi sig og vona að sama veislan og í fyrra endurtaki sig.
Ólafur HF hefur landað mestum afla 50 tonnum.
Hér á heimasíðunni er búið að setja sérstakan kassa merktan „MAKRÍLL þar sem settar verða tölur unnar upp úr gögnum frá Fiskistofu um gang veiðanna.