Snæfell skorar á sjávarútvegsráðherra

Ályktun stjórnar Snæfells
„Snæfell – félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi – þakkar sjávarútvegsráðherra þá aukningu sem orðið hefur á aflaviðmiðun til strandveiða.  Félagið harmar það hins vegar að á sama tíma og miðin eru kakkfull af þorski að þá skuli viðmiðun til strandveiða vera skert á einu svæði.  
Stjórn Snæfells skorar á Gunnar Braga Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að efla strandveiðar með því að tryggja samfelldar veiðar innan þeirra reglna sem eru í gildi. Strandveiðar 4 virka daga í viku hverri yfir sumarið á að vera forgangsatriði í verkefnaskrá sjávarútvegsráðherrans.
Ólafsvík 28. apríl 2016
Fh. stjórnar Snæfells
Guðlaugur Gunnarsson formaður
image6.jpgÁ leið á miðin frá Stykkishólmi