Við þær breytingar sem gerða hafa verið á tilhögun strandveiða er eðlilegt að fram komi spurningar um einstök atriði nýrra laga. Hér eru svör við hluta af því sem aðilar velta fyrir sér.
- Landinu verður áfram skipt í 4 veiðisvæði
- Heildarafla er ekki skipt niður á einstök veiðisvæði eða mánuði
- Kjósi útgerð að landa ufsa án þess að hann teljist til hámarksafla er skylt að selja hann á fiskmarkaði. 20% af andvirði hans rennur þá til verkefnasjóðs sjávarútvegsins (VS) og 80% fer til útgerðar.
- Veita skal útgerð leyfi á því svæði þar sem heimilisfesti viðkomandi var skráð 23. apríl 2018. Undanþága frá þessu er ef útgerð hefur í 2 ár á undanförnum þremur stundað veiðar á öðru veiðisvæði.